Afsláttur á leiguverði fyrir heilsueflandi verkefni:
Verkefnið Heilsueflandi samfélag í Hrunamannahrepp skorar á félagasamtök og heilsuþjálfa til að taka þátt í að skapa heilsueflandi samfélag. Til þess að koma á móts við félagasamtökin og heilsuþjálfa við að halda námskeið biðjum við viðkomandi að hafa samband og semja um viðráðanlegt leiguverð. Það getur átt við sundlaug, íþróttasal, tækjasal eða fundasal í félagsheimilinu. Mikilvægt er að það gerist áður en námskeið eru auglýst, er það bæði til að tryggja að allir séu upplýstir um verð og að það náist að auglýsa viðburðinn í næsta fréttabréfi. Til að fá þessa meðhöndlun í kerfinu þarf námskeiðið/viðburðurinn að fylgja leiðbeiningum Landlæknisembættisins um heilsueflandi samfélag.
Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags í Hrunamannahrepp: heilsueflandi@fludir.is sími: 892-5532
Arna Þöll Sigmundsdóttir, forstöðumaður íþróttamannvirkja:
arna@fludir.is sími: 772-1299

Góðir pottar og gufan er 100% náttúruleg, besta gufa á landinu!