Félagasamtök í sveitarfélaginu taka þátt í að skapa heilsueflandi samfélag í Hrunamannahrepp:
Þann 23. Maí 2019 skrifuðu fulltrúar stofnanna og 7 félagasamtaka í Hrunamannahrepp upp á það að taka þátt í að skapa heilsueflandi samfélag með því að halda 1-2 viðburði á ári. Hver viðburður tekur mið af því þema sem er í gangi á ári hverju.
Þema hvers árs er.
- 2019-2020: Hreyfing og útivera
- 2020-2021: Næring
- 2021-2022: Geðrækt, líðan og félagsleg virkni
- 2022-2023: Heilbrigðir lifnaðarhættir, öryggi og sjálfbærni
Stofnanir:
- Flúðaskóli
- Leikskólinn Undraland
- Félagsmiðstöðin Zero
- Íþróttamannvirki Hrunamannahrepps
Félagasamtök: öllum félagasamtök var boðið að taka þátt og þessi ákváðu að taka þátt í verkefninu
- Ungmennafélag Hrunamanna
- Akstursíþróttafélagið Hreppakappar
- Björgunarfélagið Eyvindur
- Skógræktarfélag Hrunamanna
- Landgræðslufélag Hrunamanna
- Sóknarnefndir Hrunakirkju og Hrepphólakirkju
- ÁSÆL: áhugamannafélag um verndun sæluhúsa á afrétti Hrunamanna.