Styrkir til félagasamtaka vegna heilsueflandi viðburða

Félagasamtök sem taka þátt í að skapa okkar heilsueflandi samfélag með því að taka að sér verkefni eða vera með viðburð, geta nú sótt um styrk fyrir utanumhald og framkvæmd.  Verkefnin þurfa að styðja við þema ársins í heilsueflandi samfélagi og ná ekki aðeins til eigin félaga/iðkenda heldur líka til nærsamfélagsins. Þá bæði fullorðinna og barna.

Til að fá 50 eða 100 þúsund styrk þá þarf verkefnið/námskeiðið að vera með leiðbeinenda. Til að tryggja góða þátttöku er æskilegt að viðburðir/námskeið sem fá styrk séu auglýstir í fréttabréfi og á samfélagsmiðlum. Í ár eru 200 þúsund í þessum styrktarsjóði.

Styrkupphæðir:

  • 30 þúsund: utanumhald og framkvæmd viðburða t.d. kvennahlaupið. Tímalengd viðburðar: 2-3 klst.
  • 50 þúsund fyrir 3-4 klst. viðburð/námskeið með leiðbeinda eða kennslu
  • 100 þúsund fyrir stærri viðburð: 4-8 klst. yfir 2-3 daga, einnig með leiðbeinenda eða kennslu.