Landgræðslufélag Hrunamanna fékk leyfi til að flytja hey inná afrétt til uppgræðslu. Slægjur fengust á Skyggni og bóndinn á bænum hann Guðmundur sló grasið, Loftur og Ingvar á Sólheimum sneru heyinu og Ingvar rakaði öllu saman í múga. Þá tóku við Eiríkur á Grafarbakka sem rúllaði rúllunum og Sigurður Ágústsson Birtingaholti sem baggaði stórböggunum
Mikil og góð sjálfboðavinna sem skilar miklum árangri næsta sumar þegar við dreifum úr þessu í rofabörðin. Allir þessir aðilar eiga miklar þakkir skyldar.
Á þessari mynd hér fyrir ofan eru Jón Viðar Dalbæ og Sigurður Ágústsson Birtingaholti að flytja hey fyrir Landgræðslufélagið inn í Stóraver. Alls voru fluttar 90 rúllur þangað.
32 stórbaggar voru fluttir inn að Blákvísl en það gerði Loftur Þorsteinsson. 75 baggar voru fluttir inn á Merarskeið en það gerðu Jón Viðar í Dalbæ, Samúel í Bryðjuholti, Jón Bjarnason í Skipholti og Loftur Þorsteinsson.
Á þessari mynd er Ragnar oddviti að flytja hey frá Skyggni fyrir Landgræðslufélagið inn í Stóraver.