Hreinsunarátak 9.-16. júní í Hrunamannahreppi

evaadmin Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur er þátttakandi í átakinu hreint Suðurland.

Vikuna 9. til 16. júní viljum við hvetja eigendur fasteigna og landeigna  til að nota tækifærið og hreinsa til í kringum eignir sínar og leggja sitt af mörkum til að  fegra umhverfi okkar.
Fulltrúi heilbrigðiseftirlitsins  mun vera á ferðinni í kringum átakið og leiðbeina fólki með tiltekt.

Munum að flokka samkvæmt
flokkunarreglum  og ganga vel um gámasvæðið okkar.

Gámasvæðið verður opið frá 10-18 alla daga á meðan á átakinu stendur.