Hreppsnefnd samþykkir ályktun vegna virkjunar í neðri Þjórsá

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps samþykkir eftirfarandi ályktun á fundi sínum 3. febrúar 2010 vegna synjunar Umhverfisráðherra á staðfestingu skipulagsbreytingum sem snúa að virkjunum í neðri Þjórsá.

Annars vegar er um að ræða tillögu að breytingu á skipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og hins vegar aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 sem ráðuneytið samþykkir að öðru leyti en því sem snýr að virkjunum í neðri Þjórsár.

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps lýsir undrun sinni á þessari ákvörðun ráðherra og þeim forsendum sem gefnar eru á synjuninni, vegna þátttöku Landsvirkjunar í kostnaði vegna skipulagsbreytinganna. Einnig bendir hreppsnefnd á ummæli skipulagsstjóra ríkisins um að hvergi komi fram í lögum að fyrirtæki og stofnanir geti  ekki tekið þátt í kostnaði vegna skipulagsmála sveitarfélaga.

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps lýsir jafnframt furðu sinni á þeim tíma sem ráðherra hefur tekið sér til umfjöllunar málsins. Að halda málinu innan ráðuneytis í allt að 14 mánuði áður en til úrskurðar komi kallar á að sett séu skýr lög hversu langan tíma ráðuneyti hafi til slíkrar umfjöllunar.

Flúðum 3. febrúar 2010

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps

Skoða ályktun með undirskriftum