Hreyfivika í Hrunamannahreppi

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Í tilefni af hreyfiviku UMFÍ ætlum við að bjóða upp á aukaopnunartíma í sundlaug og íþróttahúsi vikuna 28.-maí-3.júní.

Íþróttahúsið á Flúðum – fjölskyldutímar – enginn aðgangseyrir.
Mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 20.00-21.00 getur fjölskyldan komið og leikið sér saman í glæsilega íþróttahúsinu okkar. Enginn aðganseyrir verður í þessi skipti, en mikilvægt er að börn séu í fylgd með fullorðnum.

Sundlaugin á Flúðum – morgunsund gefur gull í mund!
Mánudag-miðvikudag-föstudag verður hægt að fara í morgunsund í sundlauginni. Opið verður milli kl. 7.00-9.00 þessa morgna.

Að auki hvetjum við alla til þess að taka þátt í hreyfivikunni.