Hrunaljós – Fréttir

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Íbúar og eigendur tengistaða sem tilheyra áfanga 5 og 6 skv. verkáætlun við lagningu á ljósleiðara getu nú pantað sér fjarskiptaþjónustu hjá sínu fjarskiptafélagi.

Til upplýsinga og upprifjunar liggur áfangi 5 frá Flúðum að Skyggni, Hruna, Túnsbergi, Reykjadal og að Laugum. Áfangi 6 liggur frá Hruna að Sólheimum annars vegar og Þverspyrnu að Kaldbak hins vegar.

Fjarskiptafélögum hefur verið gert viðvart um að þessir áfangar eru tilbúnir og því á ekkert að vera því til fyrirstöðu að panta fjarskiptaþjónustu.