Nú er undirbúningi og hönnun á ljósleiðara um Hrunamannahrepp langt komið og mun Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri Hrunaljóss verða á ferðinni á næstu dögum og vikum til að kynna fyrirhugaða lagningu ljósleiðarans um sveitina og kanna áhuga fyrir tengingu og skoða lagnaleiðir.
Hægt er að hafa samband við Guðmund í síma 863-4106 og í tölvupósti gudmundur@snerra.com, ef einhverjar vangaveltur eru eða spurningar vakna.