Hrunaljós- Þjónustufundur – ljósleiðari

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kynningarfundur með  fjarskiptafélögum verður haldinn í Félagsheimili Hrunamanna miðvikudaginn 15. ágúst á milli kl.: 16:00 og 20:00

Á fundinum er þjónustuveitum gefinn kostur á að kynna sínar vörur fyrir íbúum. Þetta er kærkomið tækifæri til þess að bera saman það sem í boði er, hitta fulltrúa fjarskiptafélaga og spá í hlutina. Þó svo að einhver tími líði þar til að heimtaugar verða endanlega tilbúnar getur verið gott að fá innsýn í það sem boðið er upp á og átta sig á fjölbreytileika fjarskiptaheimsins.

Við hlökkum til að sjá sem flesta í Félagsheimilinu.