Hrunaljós

Hrunaljós, 20.desember 2018:

Nú geta íbúar í áföngum 7 og 8 pantað sér fjarskiptaþjónustu þar sem þeir eru tilbúnir. Í áföngum 7 og 8 eru bæirnir í uppsveitinni þ.e frá Flúðum að Bryðjuholti um Kópsvatn, Kotlaugar, Skipholt, Hvítárdal, Haukholt, Foss að Tungufelli.

 

Hrunaljós, 19. nóvember 2018.

Notendur áfanga 3 geta nú pantað sér fjarskiptaþjónustu. Innan áfanga 3 eru m.a. Árbær, Efra-Sel, Syðra-Sel, Borgarás, Ísabakki og Hvítárholt.

Næst kemur inn áfangi 7, sem liggur frá Flúðum um Bryðjuholt, Kópsvatn, Kotlaugar, Skipholt og til og með Hvítárdalur. Áætlað er að þeim áfanga ljúki eftir um tvær vikur.

 

Hrunaljós, 30.október 2018

Lagningu á ljósleiðara við áfanga 1B er lokið og þjónustuveitum hafa verið sendar upplýsingar um þá tengistaðir sem tilheyra þeim áfanga. Þeir íbúar sem tilheyra þessum áfanga geta þar með pantað sér fjarskiptaþjónustu hjá sínu símafyrirtæki.  Innan áfanga 1B er til dæmis Auðsholt, Unnarholt, Hrafnkelsstaðir og Langholtskot svo eitthvað sé nefnt.  Nú er unnið hörðum höndum við að klára áfanga 3. Innan áfanga 3 er Árbær, Borgarás, Efra-Sel, Ísabakki og Hvítárholt ásamt tengistöðum á sömu slóðum. Við vonumst til að áfangi 3 verði tilbúinn á næstu tveimur vikum.