upplýsingar

Október 2018
Hrunaljós, 30.október 2018

Lagningu á ljósleiðara við áfanga 1B er lokið og þjónustuveitum hafa verið sendar upplýsingar um þá tengistaðir sem tilheyra þeim áfanga. Þeir íbúar sem tilheyra þessum áfanga geta þar með pantað sér fjarskiptaþjónustu hjá sínu símafyrirtæki.  Innan áfanga 1B er til dæmis Auðsholt, Unnarholt, Hrafnkelsstaðir og Langholtskot svo eitthvað sé nefnt.  Nú er unnið hörðum höndum við að klára áfanga 3. Innan áfanga 3 er Árbær, Borgarás, Efra-Sel, Ísabakki og Hvítárholt ásamt tengistöðum á sömu slóðum. Við vonumst til að áfangi 3 verði tilbúinn á næstu tveimur vikum.

Lagning á ljósleiðara – framkvæmdarfréttirÞann 13. ágúst var fyrsti hluti nýja ljósleiðarakerfisins tilbúinn, hann nefnist áfangi 4. Þar með gafst eigendum húsa í þeim áfanga kostur á að panta sér fjarskiptaþjónustu frá sínu fjarskiptafélagi.  Nú tveimur mánuðum síðar eru tveir áfangar í viðbót tilbúnir. Þeir nefnast áfangi 1A og áfangi 2.  Tæplega helmingur þeirra sem óskað hafa eftir þátttöku í verkefninu geta því í dag tengst endurnýjuðum innviðum fjarskipta í Hrunamannahreppi.  Samkvæmt verkáætlun verktakans okkar er stefnt að því að verkinu ljúki að fullu í janúar 2019, þ.e. ef vetur konungur leyfir.

Verkefninu er skipt upp í níu áfanga. Þeir nefnast 1A, 1B, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8. Eins og áður segir er vinnu lokið við áfanga 1A, 2 og 4.  Unnið er við lokafrágang á áfanga 1B og ef allt hefði verið með felldu væri sá áfangi tilbúinn. Á verkfundi síðastliðinn miðvikudag kom fram að við lokamælingar á ljósþráðum í áfanga 1B hafi komi fram skemmd í stofnstreng. Unnið er að því að greina málið og í kjölfarið fara fram viðgerðir. Eftir þá aðgerð verða ljósþræðir mældir og þar með verður áfangi 1B tilbúinn.

Samhliða lokafrágangi við áfanga 1B er unnið að áfanga 3.  Jarðvinna við áfanga 3 er komin vel á veg og samkvæmt upplýsingum á verkfundi stefnir verktaki að því að áfangar 1B og 3 verði tilbúnir föstudaginn 26. október.

Samkvæmt verkáætlun verktakans okkar er áfangi 7 næstur á eftir áfanga 3 og áfangi 8 í kjölfarið á áfanga 7. Þá er eðlilegt að spurt sé, hvaða áfanga tilheyri ég ?  Til þess að svara því er hér að neðan einfölduð kerfismynd sem sýnir í grófum dráttum áfangaskiptingu verksins.

Samkvæmt gildandi verkáætlun eru vinnsluröð áfanga því sem hér segir, af meðtöldum þeim áföngum sem unnið er við: 1B, 3, 7, 8, 5 og loks 6.

Nú vonumst við til að fá nokkrar vikur í viðbót til þess að ljúka jarðvinnu áður en frost og vetur gerir okkur erfitt um vik. Um leið og áfangi 1B og áfangi 3 verða tilbúnir verða upplýsingar um það birtar hér á síðunni.

 

 

 

Ágúst 2018

Nú er undirbúningi og hönnun á ljósleiðara um Hrunamannahrepp langt komið og mun Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri Hrunaljóss verða á ferðinni á næstu vikum til að kynna fyrirhugaða lagningu ljósleiðarans um sveitina og kanna áhuga fyrir tengingu og skoða lagnaleiðir.

Hægt er að hafa samband við Guðmund í síma 863-4106 og í tölvupósti gudmundur@snerra.com, ef einhverjar vangaveltur eru eða spurningar vakna.

Mynd frá Hrunamannahreppur.