Hrunaréttir 11. september með óhefðbundnum hætti

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hrunaréttir 11. september 2020

Hrunaréttir verða með mjög óhefðbundnum hætti vegna COVID 19.
Eingöngu þeim sem rétt hafa til að mæta verður hleypt inn.


Allir þeir sem eiga að mæta í réttir verða að vera mættir stundvíslega kl. 09.00 upp á Launfit og reka safnið í réttir og réttarstörf hefjast í beinu framhaldi.
Ekki verður aðstaða fyrir aðra en þá sem rétt hafa á að mæta í réttir til að geyma hross á Launfit og við Hrunaréttir.
Áætlað er að réttarstörfum ljúki um kl. 12.30.
Mikilvægt er að fólk virði þessar takmarkanir á réttardeginum, munum að við erum öll Almannavarnir.

Smitvarnarfulltrúi réttanna er Jón Bjarnason fjallkóngur og réttarstjóri.

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur Landbúnaðarnefnd Hrunamannhrepps samþykkt reglur og tilmæli vegna fjallferðar og rétta haustið 2020.

Riðið á móti safninu

  • Vegna þeirra fjöldatakmarkanna sem eru í gildi mega eingöngu fjallmenn fylgja safninu til byggða fimmtudaginn 10. september.

 

Fjallferð

  • Þeir fjallmenn sem gefa kost á sér í smalamennsku eru á eigin ábyrgð.
  • Fjallmenn skuli vera einkennalausir þegar riðið er til fjalls .
  • Landbúnaðarnefnd og sveitarfélagið ber enga ábyrgð né kostnað komi upp smit í fjallferð.   Kostnaðurinn sem kann að verða af einangrun/tekjumissi ber fjallmaðurinn sjálfur.
  • Mikilvægt er að fjallmenn kynni sér þær reglur og tilmæli sem eru í gildi vegna ástandsins.
  • Landbúnaðarnefnd telur að húsakostur og aðbúnaður  á afréttinum sé með þeim hætti að hægt er að uppfylla gildandi sóttvarnarreglur.
  • Að öðru leyti er vísað til leiðbeininga vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs Almannavarna sem nálgast má á heimasíðu Landssambands sauðfjárbænda.

 

Réttarstörf

Allir fjallmenn í fyrsta safni eru gjaldgengir í réttir.

Börn fædd 2005 og síðar eru velkomin í réttir að því gefnu að þau séu á ábyrgð foreldra/forráðamanna sem eru í réttunum.

Þeir sem eiga rétt á mönnum í réttirnar þurfa að skila inn nafnalista, bæði fullorðinna og barna til fjallkóngs á netfangið jonbjarna@fludir.is fyrir 4. september.

Fjöldi manna sem fjáreigendur mega hafa í réttum fyrir utan sína fjallmenn

Bjarg                  2              Hrepphólar         6              Haukholt 1                 6
Ásatún               2              Skipholt 1           2              Grafarbakki                 5
Auðsholt 1          5              Skipholt 3           5              Hrafnkelsstaðir 1         6
Auðsholt 4          7              Langholtskot       2
Miðfell 3             2              Syðra-Langholt    2

Norðurleit leggur af stað föstudaginn 4. september.

Suðurleit og Austurleit leggja af stað laugardaginn 5. september.

Eftirsafnið fer af stað fimmtudaginn 24. september

Heiðarsmalamennskur verða laugardaginn 19. september, þeir sem áhuga hafa að taka þátt í þeim skulu hafa samband við Björgvin Ólafsson s:8495037

Óheimilt er að setja fé í girðinguna í Launfit eftir 11. september.

Við óskum fjallmönnum öllum góðrar ferðar.

Landbúnaðarnefnd Hrunamannahrepps: Björgvin Ólafsson, Jóhanna Bríet Helgadóttir
og Benedikt Kristinn Ólafsson.