Hrunaréttir

evaadmin Nýjar fréttir

Hrunaréttir verða föstudaginn 10.september.  Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna Covid 19.  Við réttarstörf gilda 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr.  Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.  Landbúnaðarnefnd hefur reiknað út fjölda manna sem hver fjáreigandi má hafa við réttarstörf, með tilliti til þessa takmarkanna.

Mikilvægt er að allir virði þessar fjöldatakmarkanir.