Íbúafundur 11. mars n.k.

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimili Hrunamanna (Kaffistofu), miðvikudaginn 11. mars n.k. kl. 20:00.

Fundarefni verður:

1. Endurskoðun aðalskipulags Hrunamannahrepps 2016-2028.  

2. Atvinnustefna Hrunamannahrepps.

3. Önnur mál.

Á fundinn mæta skipulagsráðgjafar Hrunamannahrepps vegna endurskoðunar aðalskipulagsins, þeir Gísli Gíslason landslagsarkitekt og Ásgeir Jónsson landfræðingur, frá Steinsholti sf og fara yfir vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins. Þá mætir á fundinn Finnbogi Alfreðsson ráðgjafi hjá SASS og kynnir drög að atvinnustefnu Hrunamannahrepps.

icon Atvinnustefna_drög

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Sveitarstjóri.