Íbúafundur

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimili Hrunamanna þriðjudaginn 17. maí kl. 20:00. Kynntar verða niðurstöður ársreiknings 2015. Hægt er að nálgast ársreikninginn á heimasíðu Hrunamannahrepps fludir.is   1. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi mun mæta á fundinn og fara yfir helstu liði ársreikningsins.  2. Kynning á deiliskipulagsvinnunni í Gröf. Oddur og Svanhildur hjá Landform fara yfir málin.  3. Umræður og önnur mál.