Íbúafundur 28. september – Almannavarnir

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

ÍBÚAFUNDUR!!

Íbúafundur verður haldinn   í Félagsheimilinu á Flúðum fimmtudaginn 28. september nk. kl. 20:00.

Fundarefni: almannavarnir

Dagskrá:

  1. Jón G Valgeirsson sveitarstjóri Hrunamannahrepps:  „Hvað brennur á Hrunamönnum er varðar almannavarnir“.
  2. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri:  „Lögreglan á Suðurlandi, hverjar eru áherslur lögreglunnar“.
  3. Víðir Reynisson verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi:   „Hvað eru almannavarnir að gera?“.
  4. Jón Örvar Bjarnason byggingaverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu Íslands:  „Hvað er vátryggt í náttúruhamförum?“.
  5. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands:   „Hvernig virkar vöktunarkerfi Veðurstofunnar?“.
  6. Umræður

 

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps

 

Opið hús!

 

Sama dag á milli 18 og 20 verður opið hús í Slökkvistöðinni á Flúðum, þar sem nýr slökkvi- og tankbíll og fleiri græjur verða til sýnis.