Íbúafundur!

evaadmin Nýjar fréttir

 

Íbúafundur á vegum Hrunamannahrepps verður haldinn á Hótel Flúðum mánudaginn 23. maí  kl: 20:00.

 

Fundarefni verður:

 1. Ársreikningur 2021.
  Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi kynnir niðurstöðu ársreiknings 2021.
  Hægt er að nálgast ársreikninginn á heimasíðu sveitarfélagsins fludir.is

 

 1. Deiliskipulag Byggða á Bríkum.
  Finnur  Kristinsson, landslagsarkitekt kynnir verkefnið.

 

 1. Breytingar á flokkun úrgangs.
  Starfsfólk Terru kynnir verkefnið.

 

 1. Önnur mál.

 

Hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi. Linkur inn á fundinn verður inn á  facebookhópnum íbúar í Hrunamannahreppi -umræður og viðburðir.

 

 

Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri