Íbúafundur í Árnesi vegna gossins í Holuhrauni

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Almannavarnir Árnessýslu

standa fyrir íbúafundi í Árnesi mánudaginn 29. september næstkomandi kl.20:00 um möguleg áhrif yfirvofandi loftmengunar og flóðahættu vegna gossins í Holuhrauni.

Framsögumenn verða Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í Árnessýslu og Kristján Einarsson Framkvæmdastjóri Almannavarna Árnessýslu og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.