Ísland Plokkar ! Stóri plokkdagurinn 25. apríl

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land á laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Viljum við endilega hvetja íbúa til að skella sér út í góðan heilsubótargöngutúr og snyrta umhverfið í leiðinni enda er ýmislegt sem hefur farið á flakk í vetur eftir mikið hvassviðri vetrarins.

Þannig má slá tvær flugur í einu höggi, bæta heilsu og umhverfiJ Gámasvæðið er opið frá 13:00-18:00 eins og aðra laugardaga þar sem hægt er að losa sig við árangur dagsins ef mikið magn er að ræða.

Eins viljum við koma fram þökkum til þeirra sem leggja þetta í vana sinn dags daglega að tína upp það rusl sem verður á leið þeirra og hjálpa okkur þannig að halda sveitinni fallegri!

Fyrir hönd Hrunamannahrepps og umhverfisnefndar Hrunamannahrepps

Daði Geir Samúelsson
formaður umhverfisnefndar