Íslensku menntaverðlaunin – tilnefningar

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Frestur til að senda inn tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna er 1. júní nk.

Íslensku menntaverðlaunin er viðurkenning fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni.

Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum:

 

  1. Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur
  2. Framúrskarandi kennari
  3. Framúrskarandi þróunarverkefni

Að auki er veitt hvatning til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr.

Eru viðtakendur þessa tölvupósts hvattir til að senda inn tilnefningar og vinsamlegast beðnir um að kynna verðlaunin sem víðast, til dæmis á heimasíðu og Facebooksíðu sveitarfélaga.

Sjá nánar: http://skolathroun.is/menntaverdlaun/