ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAFULLTRÚI OG VERKEFNASTJÓRI HEILSUEFLANDI SAMFÉLAGS

evaadmin Nýjar fréttir

Sveitarfélögin Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa fyrir sveitarfélögin sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og verkefnastjóri heilsueflandi verkefna sveitarfélaganna, sem öll eru Heilsueflandi samfélög skv. samningum við Landlæknisembættið.
Viðkomandi þarf að vera mjög fær í mannlegum samskiptum, tilbúinn að fást við ólík verkefni, skipulagður, lausnamiðaður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Helstu verkefni og ábyrgð:                                                             Hæfniskröfur: 

Yfirumsjón með íþrótta- og tómstundamálum í hverju sveitarfélagi fyrir sig og samræming í samstarfi við stofnanir þeirra og félög sem starfa á þessu sviði. Háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði heilsufræði, lýðheilsu eða tengdra greina.
Verkefnastjórn vegna Heilsueflandi samfélags. Reynsla af verkefnastjórn og heilsueflandi verkefnum.
Tengiliður við starfsmenn og stofnanir sveitarfélaga og félagasamtök. Hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsjón með stefnumótun. Góð almenn tölvukunnátta er æskileg.
Stýring einstakra verkefna. Góð staðarþekking er nauðsynleg.
Ráðgjöf og upplýsingamiðlun. Ökuréttindi.
Samhæfing og samræming „Heilsueflandi Uppsveita“. Færni til tjáningar í rituðu og mæltu máli.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Ásta Stefánsdóttir, sem veitir nánari upplýsingar í síma 480 3000, eða asta@blaskogabyggd.is. Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á netfangið asta@blaskogabyggd.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Starfshlutfall er 100%. Starfið hentar einstaklingum óháð kyni.  Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2021.