Íþróttamaður ársins 2014 hjá UMFH

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

íþróttamaður ársins 2014

Þann 26. maí sl. var Ragnheiði Björk Einarsdóttur veittur viðurkenningarbikar sem íþróttamanni ársins 2014 hjá Ungmennafélagi Hrunamanna. Ragnheiður Björk æfir körfubolta og lék með u-15 ára unglingalandsliði Íslands á árinu. Hún er vel að viðurkenningunni komin en hún hefur verið dugleg að iðka sína íþrótt af kappi og lagt mikið á sig til þess að ná svona langt. Ragnheiður er glæsileg fyrirmynd yngri iðkenda þrátt fyrir að vera einungis 16 ára gömul. Við óskum Ragnheiði innilega til hamingju með titilinn og óskum henni velfarnaðar í körfuboltanum.