Jólamarkaður og jólatrjáasala Björgunarfélagsins Eyvindar

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Erum með allar helstu tegundir af jólatrjám. Á markaðinum er mikið úrval af söluvöru og fjáröflunartombólan okkar verður á sínum stað. Í ár erum við að safna fyrir hand gps tækjum sem nýtast munu leitar og björgunarhópum í útköllum. 

Heitt súkkulaði og piparkökur verða í boði. Um kl 14:30 koma jólasveinar sem ætla að gefa krökkum smá jóla glaðning. Við stöndum einnig fyrir flóamarkaði sem verður í næsta húsi við björgunarsveitarhúsið, Smiðjustíg 10. Þeir sem hafa áhuga á að panta söluborð á markaði og á flóamarkaði, vinsamlegast hafið samband við Else í síma 690-6024 eða á netfangið else@internet.is borðaleiga kosta 1000 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Með jólakveðju Björgunarfélagið Eyvindur.