Jólastemning í Hrunamannahreppi

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Kvenfélag Hrunamannahrepps verður með söluborð í björgunarsveitarhúsinu og verður með kökubasar, jólakortasölu, sölu á bókinni „ Þú ert snillingur“ sem er frábær jólagjöf til allra snillinga og ýmsu öðru.

Ath. jólatrjáasalan er einnig opin á sunnudeginum 16. des frá 14:00 til 17:00.

Bragginn leirvinnustofa heldur fyrstu jólin sín hátíðleg með stórskemmtilegri jólaopnun sem verður helgina 15. -16. des. Opið 13:00 – 18:00.

Allir hjartanlega velkomnir í Braggann í Birtingaholti.

Grænna Land verður með opið í skemmunni sinni í Sneiðinni. Þar er hægt að kaupa grenigreinar og skreytingarefni. Sjón er sögu ríkari.

Kaffi Sel verður með opið frá 12:00 – 20:30 – allir geta mettað svanga maga og fengið sér ljúffengar pizzur.

Ýmis fleiri fyrirtæki í sveitinni eru með opið hjá sér þennan dag.