Júní-Pésinn er kominn út

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Þá er enn einn Pésinn kominn út og er hann brattur að vanda. Að þessu sinni kveður Pési ritstjóra sinn, Ísólf Gylfa sem nú fer til starfa á öðrum vettvangi. Pési er nýjungagjarn og bíður spenntur eftir nýjum ritstjóra en kveður jafnframt þann gamla með nokkrum söknuði. Pési getur huggað sig við að hann á enn góða aðstandendur eftir á skrifstofunni, svo sem Svanhildi sem hefur þjónað honum um áraraðir. Að þessu sinni er meira um þakkir og örlítinn trega en venjulega en það er vegna þeirra tímamóta sem nú eiga sér stað í hreppnum. En lítum aðeins á efnið:

  • Að leiðarlokum
  • Litið til baka
  • Frá bókasafninu
  • Frá Hrunasókn
  • Uppskeruhátíð
  • Gönguferðir í sumar
  • Auglýsingar, tilkynningar og margt fleira

Skoða Júní-Pésa.