Kertaljósatónleikar

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kertaljósatónleikar

Föstudaginn, 30 desember 2011 kl.21 í Hrunakirkju

Komið og eigið notalega samveru í fallegu kirkjunni okkar næst síðasta dag ársins með þægilegri tónlist í góðum félagsskap. Flutt verða jólalög í bland við fleiri falleg sem henta kertaljósa stemningu.  Aðgangur er ókeypis en við hvetjum ykkur til að koma með nokkrar auka krónur sem renna í “Sjóðinn Góða”. Sjóðurinn er til handa þeim fjölskyldum sem þurfa aðstoð yfir hátíðirnar. Að sjóðnum standa Rauði krossinn, Kvenfélögin, Lions, sóknir þjóðkirkjunnar og fleiri aðilar sem sinna líknarmálum og félagslegri aðstoð í Árnessýslu. 

Hljómsveitina skipa:
Ester Ágústa Guðmundsdóttir – Söngur
Árni Þór Hilmarsson – Gítar
Björn Hr. Björnsson – Gitar