Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Tilkynningar

ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA

ÞANN 6. MARS 2010.

Kjörfundur fer fram í Félagsheimili Hrunamanna frá kl. 09.00 til 20.00 (gengið inn að sunnanverðu). Kosið verður þar sem áður var skrifstofa Hrunamannahrepps.

Skv. lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu nr. 1 / 2010, um breytingar á lögum nr. 96 / 2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands.

Formaður kjörstjórnar Hrunamannahrepps,

Loftur Þorsteinsson.