Kjörskrá og kjörfundur

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Kjörskrá

Kjörskrá fyrir sveitarfélagið Hrunamannahrepp, vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs, liggur frammi á skrifstofu Hrunamannahrepps frá 10. október til kjördags, á opnunartíma skrifstofunnar, kl. 9:00 til 16:00 alla virka daga.

Kjörfundur

Kjörfundur fyrir sveitarfélagið Hrunamannahrepp, vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs, verður haldinn í Félagsheimili Hrunamanna þann 20. október frá kl. 10:00 til 22:00.

Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og framvísa þeim ef óskað er.