Kór Menntaskólans að Laugarvatni mun halda jólatónleika 28. nóvember og f 29. nóvember í Skálholtskirkju.

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kór Menntaskólans að Laugarvatni mun halda tvenna jólatónleika í lok nóvember til að fagna aðventunni. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 28. nóvember og föstudaginn 29. nóvember í Skálholtskirkju. Hefjast þeir báðir kl. 20:00 en kirkjan mun opna kl. 19:40.

Kór ML hefur notið mikillar athygli undanfarin ár og hlaut hann, og stjórnandi hans Eyrún Jónasdóttir, snemma á þessu ári Menntaverðlaun Suðurlands fyrir sitt starf. Kórinn er fjölmennasti framhaldsskólakór landsins en í honum syngja 103 nemendur úr 1.-3. bekk sem er rúmlega 75% af öllum nemendum skólans. Á efnisskrá kórsins er fjölbreytt jólatónlist sem ætti að koma öllum í hátíðarskapið. Flutt verða bæði íslensk og erlend jólalög og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í kórnum eru margir hljóðfæraleikarar og verður undirleikur því hvoru tveggja í höndum Eyrúnar kórstjóra og kórfélaga sjálfra.

 

Forsala er hafin og lýkur henni 24. nóvember. Hægt er að panta miða í gegnum síma: 857-7605 frá kl. 16-18 alla virka daga eða í tölvupósti á netfangið annaka@ml.is. Miðinn kostar 3.000 kr í forsölu en 3.500 kr við dyr. Frítt verður fyrir börn 12 ára og yngri og eldriborgara.

 

Við hvetjum alla til þess að mæta og njóta notalegrar stundar með okkur í Skálholtskirkju!