Kynningarfundur um lagningu ljósleiðara Hrunaljóss á Flúðum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Kynningarfundur um lagningu ljósleiðara Hrunaljóss á Flúðum

 verður haldinn í Félagsheimili Hrunamanna,

 þriðjudaginn 28. janúar n.k. kl.  17:00-18:30.

Fundarefni verður:     Ljósleiðari á Flúðum.

 

Á fundinn mætir Guðmundur Daníelsson verkefnastjóri Hrunaljóss.  Hann mun fara yfir ljósleiðaraverkefnið á Flúðum og svarar spurningum um það.

Á fundinum verður möguleiki fyrir fasteignaeigendur að skrá sig til þátttöku í verkefninu.

Íbúar og eigendur fasteigna á Flúðum eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér fyrirhugað ljósleiðaraverkefni.

Sveitarstjóri