Landgræðsluferð

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hin árlega uppgræðsluferð Landgræðslufélags Hrunamanna, í afréttinn, verður farin föstudaginn 11. júní 2010.

Mæting er við afréttarhliðið kl. 10.00. Þar verður verkefnum úthlutað. Þeir sem ekki komast fyrr en um hádegi eru velkomnir þá.

Dreift verður um 20 tonnum af áburði og um 500 kg af fræi. Dreift verður að mestu með dráttarvélum  en óskað er eftir sjálfboðaliðum í handsáningu.

Hvetjum allt áhugafólk um landgræðslu til að mæta og leggja góðu málefni lið.

Ef einhverjum vantar far innúr má hafa samband við Esther í síma 865-8761.

Grillveisla fyrir þátttakendur verður að verki loknu í Svínárnesi.

Stjórnin.