Viltu taka þátt í að móta skóla- og velferðarþjónustu í faglegu og fallegu umhverfi Uppsveita og Flóa í Árnessýslu?
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs. auglýsir fullt starf deildarstjóra skólaþjónustu, fullt starf sálfræðings og tímabundið 60% starf talmeinafræðings.
Á starfssvæðinu eru um 650 börn á leik- og grunnskólaaldri sem sækja nám í 10 leik-og grunnskólum. Tveir þeirra eru samreknir leik- og grunnskólar.