Lausar lóðir til úthlutunar í Gröf , Flúðum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hrunamannahreppur auglýsir til úthlutunar átta íbúðarhúsalóðir við Birkihlíð og eina verslunarog þjónustulóð við Reynihlíð. Aðgengi að miðsvæðinu er frá Hvammsvegi og stutt er í helstu
þjónustu á Flúðum; grunnskóla, leikskóla, íþróttahús, verslun og stjórnsýslu. Til úthlutunar eru
raðhús, parhús og einbýli á tveimur hæðum og raðhús og einbýli á einni hæð við Birkihlíð. Á
verslunar- og þjónustulóð við Reynihlíð er gert ráð fyrir húsi á tveimur hæðum, þar sem
heimild er fyrir íbúð á efri hæð.
Lóðunum er úthlutað skv. úthlutunarreglum fyrir Flúðir sem hægt er að nálgast á heimasíðu
sveitarfélagsins fludir.is og umsóknareyðublöð fyrir byggingarlóðir einnig. Umsóknarfrestur er
til 14. maí og skila skal umsóknum á netfangið hruni@fludir.is. Nánari upplýsingar í s.480 6600.

Lóðir í Gröf tilbúnar til umsóknar