Leikskólakennari óskast til afleysinga

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Leikskólinn Undraland óskar eftir leikskólakennara til starfa. Um er að ræða tímabundna 70%-80% stöðu frá 1.janúar til 31.maí.

Vinnutími ca. frá 9.00-16.00.

Óskað er eftir jákvæðum, skapandi og metnaðarfullum einstaklingi með góða hæfni í mannlegum samskiptum sem er tilbúinn að taka þátt í að vinna að uppeldi og menntun barnanna.

Ef ekki fæst fagmaður til starfa mun leiðbeinandi verða ráðinn í stöðuna.

Umsóknir berist í leikskólann fyrir 20.desember. Upplýsingar gefur Halla leikskólastjóri í síma 4806620 og 8653575 eða á netfangið halla@undraland.is