Leikskólakennari óskast

Marta Jónsdóttir Nýjar fréttir

Leikskólinn Undraland á Flúðum óskar eftir að ráða leikskólakennara í 50% starf frá 1. október 2012. Vinnutími er frá kl. 9.00-13.00.

Hæfniskröfur:

  • Réttindi sem leikskólakennari skv. 3. gr. laga nr. 87/2008*.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.

Umsóknarfrestur er til 21. september 2012. Nánari upplýsingar veitir Halldóra Halldórsdóttir, leikskólastjóri, í síma 480-6620 eða í tölvupósti á halldora@undraland.is.

*Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna.