Leyndardómur Suðurlands

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

 

Rúsínan í pylsuendanum á Leyndardómum Suðurlands er frítt í Strætó frá Reykjavík á Suðurland og á öllum leiðum inna svæðisins. Strætó er með mjög öflugt leiðakerfi á Suðurlandi þar sem hægt er að komast til allra átta án þess að borga krónu á meðan leyndardómarnir standa yfir.

Sudurland.is

Áður en Leyndardómar Suðurlands skella á verður búið að opna nýja og glæsilega heimasíðu, www.sudurland.is þar sem allir viðburðir leyndardómanna verða kynntir. Þá verður gefið út sérstakt viðburðardagatal sem verður sent inn á öll heimili á Suðurlandi með upplýsingum um helstu viðburð.

Dæmi um atburði

Markmiðið með átakinu er að kynna sem mest af Suðurlandi og fá sem flesta gesti til að heimsækja Suðurland. Megininntakið í átakinu er  Matur – Saga – Menning.  Hér er því kærkomið tækifæri til að lengja ferðamannatímabilið og koma öllum leyndardómum Suðurlands á framfæri. Dæmi um atburði þessa daga gætu verið tilboð á veitingastöðum, tveir fyrir einn í gistingu, ókeypis í sund,  listsýningar,  tónleikar, skemmtanir, tilboð á sunnlenskum vörum,  lengdur opnunartími verslana , tilboð í afþreyingu, opin hús víða í fjórðungunum og fleira og fleira. Verkefnið er með sérstaka fésbókarsíðu, „Leyndardómar Suðurlands“ þar sem upplýsingar um verkefnið koma reglulega inn.

Magnús Hlynur Hreiðarsson, kynningarstjóri Leyndardóma Suðurlands (mhh@sudurland.is)