Líf og fjör í Spánarblíðu

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Það var mikið líf og fjör á Flúðum um síðustu helgi þar sem gestir og gangandi skemmtu sér í sannkallaðri Spánarblíðu. Yfir 1000 manns voru gestkomandi á svæðinu og nýja tjaldsvæðið virkaði vel þar sem fram fór grillveisla og strandblakmót. Skoða má myndir frá helginni á Sunnlendingi og líka á mbl.is. Það er ekki á hverjum degi sem fólk skellir sér í Litlu-Laxá, bara til að kæla sig niður og spila hnit.