Listasafn Árnesinga – Hrunamannadagur í safninu og Fjölskyldusmiðja

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Tvær nýjar sýningar: Undirstaða og uppspretta – sýn á safneign og Þjósá – Borghildur Óskarsdóttir í Listasafni Árnesinga. Laugardaginn 17. mars er Hrunamannadagur í safninu (hluti af menningarmars Hrunamanna), en Hrunamannahreppur er eitt af átta sveitarfélögum Árnessýslu sem á og rekur Listasafn Árnesinga.

Kl. 13 – 16 er boðið upp á fjölskyldusmiðju með Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur myndmenntakennara – hægt að koma og fara að eigin vild og kl. 14 er boðið upp á leiðsögn um sýningarnar í fylgd sýningarstjóra Ingu Jónsdóttur.

Verið velkomin – aðgangur og þátttaka er ókeypis.

Sjá nánar www.listasafnarnesinga.is og www.facebook.com/listasafnarnesinga