Ljósleiðari, áfangi 1B tilbúinn til tengingar

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Hrunaljós, 30.október 2018

Lagningu á ljósleiðara við áfanga 1B er lokið og þjónustuveitum hafa verið sendar upplýsingar um þá tengistaðir sem tilheyra þeim áfanga. Þeir íbúar sem tilheyra þessum áfanga geta þar með pantað sér fjarskiptaþjónustu hjá sínu símafyrirtæki.  Innan áfanga 1B er til dæmis Auðsholt, Unnarholt, Hrafnkelsstaðir og Langholtskot svo eitthvað sé nefnt.  Nú er unnið hörðum höndum við að klára áfanga 3. Innan áfanga 3 er Árbær, Borgarás, Efra-Sel, Ísabakki og Hvítárholt ásamt tengistöðum á sömu slóðum. Við vonumst til að áfangi 3 verði tilbúinn á næstu tveimur vikum.