Mannlíf

17.junicw

Það er óhætt að segja að mannlíf og menning blómstri í Hrunamannahreppi. Boðið er upp á margvíslegt félagslíf fyrir unga jafnt sem aldna og ættu allir að finna hér eitthvað við sitt hæfi. Mjög blómlegt tónlistar- og söngstarf er í uppsveitum Árnessýslu og starfa hér hvorki fleiri né færri en fimm kórar. Einnig er mikil gróska í íþróttastarfi í Hrunamannahreppi. Mörg félög og félagasamtök eru starfandi og eru félagsmenn ötulir í sinni vinnu. Í Byggðasafninu í Gröf og á Samansafninu á Sólheimum má skoða ýmsa gamla muni frá fyrri tíð sem tengdir eru búskap og byggð hér í sveit.

Hér vinstra megin á síðunni má finna nánari upplýsingar um mannlíf og menningu í Hrunamannahreppi.