Markmiðið að steypa í dag

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

Í dag er stefnt á að steypa brúargólfið í nýju brúnni yfir Hvíta.  Sagt er að  1950 rúmmetrar af steypu fari í brúargólfið þannig að mikið verður um að vera í steypuvinnunni en magnið jafnast á við þrettán einbýlishús.
Brúin verður 270 metrar að lengd og verður ein af lengstu brúm landsins og ein sú breiðasta.
Áætlað er að opna brúna fyrir umferð  sumarið 2010 og geta Uppsveitungar þegar farið að láta sig hlakka til. Víst er að brúin mun breyta miklu í samgöngum hér á svæðinu, tengja saman þéttbýlis- og atvinnusvæði og skapa fólki t.d. nýja valmöguleika varðandi vinnu og félagslíf. Öll samvinna á svæðinu mun að auki auðveldast til muna. Þá þurfa menn ekki að horfa á ljósin yfir ána og hugsa um hvað það gæti verið stutt að skreppa t.d. yfir í Reykholt. Það verður raunverulega stutt.