Mars-Pésinn er mættur á svæðið og að vanda brattur enda farið að birta all hressilega, sólin komin á loft eldsnemma á morgnana og augljóst nú á miðri góu að vorið bíður handan við hornið, þó enn sé óráðlagt að baða sig i bæjarlæknum. En það fer að koma að því að Pési og vinir hans fara í öllu falli að dífa tánum og hressandi fjallalæki.
Meðal efnis í Mars-Pésa er:
- Ný framleiðsla, hálmkransar
- Fráveitusjóður
- Brúargerð
- Jafnrétti, inná öll heimili
- Hrunaréttir, nýjar hugmyndir
- Fundur um metangas
- Endurvinnsla
- Sveitarstjórnarkosningar
- Fótboltafréttir
- Laus störf í hreppnum
Og að lokum eru hér nokkrar gamanvisur frá hjónaballinu sem að sjálfsögðu má líka skoða í Pésanum.
Sigurður Ingi til fundar á Alþingi ekur.
Ábúðarfullur í umræðunni þátt hann tekur.
Þar er með þóf,
Þó keyrir ei fram úr hóf-i.
Svo malbikið mjúka heim ekur.
Oddvita nýjan við fengum og það er hann Ragnar
Áhugamálin hans eru helst vélar og vagnar
Stórbúi býr
Í Birtingaholti með kýr
Brátt kosningasigri hann fagnar.
Halldóra Hjörleifs hún flutti frá Fossi á Flúðir.
Finnst henni það vera betra og styttra í búðir.
Hún ber því lof
Að búa við Suðurhof.
Þar nágrannar eru svo prúðir.
Í íþróttahúsinu er húsvörður kallaður Hjalli,
Hundana fangar ef þeir eru á einhverju ralli.
Hefur það heyrst
Og varla það neitt hefur breyst
Hann er ekki á hjónaballi.
Ruslið hann sorterar, raðar, pússar og flokkar
Fer vel með sveitasjóð, rusla ráðherrann okkar.
Tómas það veit
Spara þarf í okkar sveit.
Má rusl fara´í tunnurnar okkar?