Minningarorð Loftur Þorsteinsson fyrrverandi oddviti Hrunamannahrepps

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

 

Minningarorð

Loftur Þorsteinssonar, fyrrverandi oddvita Hrunamannahrepps,  lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 5. september síðastliðinn, 77 ára að aldri.Mynd frá Hrunamannahreppur.

Loftur var mjög virkur í félagslífi hér í sveit í marga áratugi, hvort sem var í stjórnum félagasamtaka eða nefndarstörfum fyrir sveitarfélagið. Þannig lagði hann sín lóð á vogarskálarnar fyrir samfélagið okkar.
Loftur var kjörinn í hreppsnefnd Hrunamannahrepps 1978 og sat þar í samtals 24 ár, þar af í 20 ár sem oddviti og sveitarstjóri.

Loftur var formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga 1990-1991 og starfaði í fjölmörgum nefndum og ráðum á vettvangi sveitarstjórna í þeim fjölmörgu samstarfsverkefnum sem sveitarfélagið er þátttakandi í.

Um leið og við þökkum fyrir allt það sem Loftur lagði til samfélagsins okkar, sendum við fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.