Minnisvarði og minningarskjöldur

Sigmar Sigþórsson Nýjar fréttir

Sunnudaginn 22. ágúst var minnisvarði um Dr. Helga Pjeturss afhjúpaður í Hlíð í Skeiða og Gnúpverjahreppi.

Einnig var minningarskjöldur um Dr. Helga afhjúpaður að Hellisholtum í Hrunamannahreppi.

Listamaðurinn sem gerði lágmyndir er Ívar Valgarðsson. Þær voru gerðar eftir ljósmynd Jóns Kaldal.

Heimspekistofa Dr. Helga Pjeturss stóð fyrir framkvæmdunum.

Helgi Pjeturss var fyrsti íslenski jarðfræðingurinn og varð doktor árið 1905.

Fyrsta rannsóknarferð hans hérlendis var austur í Hreppa. Hann fann berglag í Hellisholtum sem hann sá að myndi vera harðnaður jökulruðningur. Þessi uppgötvun leiddi hann til þeirrar grundvallaruppgötvunar að ísöldin hefði skipst í fjölmörg jökulskeið og hlýskeið á milli.

Minningarskjöldurinn var festur beint á jarðlagið. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur lýsti jarðlaginu og þýðingu þessarar uppgötvunar fyrir skilning á jarðfræði Íslands.

Minnisvarðanum var valinn staður í Hlíð vegna frændsemis og vináttutengsla við heimilisfólk þar. Einnig dvaldi hann þar um nokkurn tíma á sumrin um langt árabil.

bklingur 257