Minnum á að fara í sýnatöku ef fólk sýnir einkenni

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Covid staðan hjá okkur í Hrunamannhreppi nú í dag.
Í gær greindist einn einstaklingur með covid 19 smit í sveitafélaginu og í ljósi þess að hann á barn í grunnskólanum var ákveðið, til að gæta ítrustu varkárni, að 4. og 5.bekkur í Flúðaskóla og kennarar tengdir þeim, yrðu heima í dag. Nemandinn er einkennalaus og fer í sýnatöku í dag. Þegar niðurstaða úr henni kemur, verður tekin ákvörðun með framhaldið í skólanum. Bæði er búið að vera í sambandi við almannavarnir og heilsugæsluna í Laugarási um framkvæmd aðgerða.
Smitrakningarteymið er að vinna í greiningu og verður í sambandi við okkur ef þurfa þykir.
Heilsugæslan biður um það að ef fólk í samfélaginu er með einkenni þá eigi það að fara í sýnatöku. Hægt er að panta sýnatöku inná heilsuvera.is.
Við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær berast .