Námskeiðið Inngangur að neyðarvörnum verður haldið fimmtudagskvöldið 30. nóvember kl 18:00 til 21:00 á Flúðum 

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Námskeiðið Inngangur að neyðarvörnum verður haldið fimmtudagskvöldið 30. nóvember næstkomandi frá kl 18:00 til 21:00 í húsnæði grunnskólans á Flúðum, Flúðaskóla.
Sjá nánari auglýsingu og skráningu hér

Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra stórslysa fer neyðarvarnarkerfi Rauða krossins í gang. Námskeiðið „Inngangur að neyðarvörnum“ snýst um hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum landsins. Þetta er skyldunámskeið fyrir þá sjálfboðaliða sem vilja vera á útkallslista Rauða krossins og taka þannig þátt í að efla neyðarvarnir á Íslandi.

Ókeypis er á námskeiðið.

Helstu efnistök:

–          Kynning á neyðarvörnum Rauða krossins.

–          Opnun fjöldahjálparstöðvar

–          Aðgerðagrunnur, boðunargrunnur og aðrar bjargir

–          Stutt æfing

–          Samantekt og umræður

Frekari upplýsingar gefur Fjóla Einarsdóttir – fjola@redcross.is