Nýverið hefur hreinsistöð frárennslis verið tekin í notkun hér á Flúðum en undirbúningur og vinna við hann hefur tekið all nokkurn tíma. Hreinsistöðin er framleidd í Póllandi en um danska hönnun að ræða. Það er fyrirtækið Bólholt á Egilsstöðum sem flutti hreinsistöðina inn. Sams konar hreinsistöðvar eru á Egilsstöðum, Hallormsstað og í Borg í Grímsnesi. Hreinsistöðin er áfangi í að gera Hrunamannahrepp enn hreinni og náttúrukærari.