Ný kjötvinnsla í Hrunamannahreppi

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

kjotvinnsla

Unnsteinn Hermannsson bóndi í Langholtskoti hefur stofnað nýtt fyrirtæki á býli sínu. Hér er um kjötvinnslu að ræða. Framleiðsluvaran er gæðavara en um áraraðir hefur verið nautgriparækt á búinu. Fyrirtækið heitir Kjötvinnslan Langholtskoti undir kjörorðinu „Kjöt frá Koti“. Unnsteinn tekur þátt í hinu spennandi verkefni beint frá býli. Það er alltaf gleðiefni þegar ný fyrirtæki eru stofnuð og skiptir samfélagið okkar miklu máli. Nú getur fólk hvort heldur er íbúar sveitarinnar, eigendur frístundahúsa eða áhugsamir einstaklingar sem áhuga hafa á gæðavöru komið að Langholtskoti eða keypt í netverslun Kjöt frá Koti. Sonur Unnsteins, Guðmann rekur einnig hestabúgarð í Langholtskoti þar sem hann temur hesta. Óhætt er að segja að „eplið falli ekki langt frá eikinni“ því afi Guðmanns, Hermann í Langholtskoti var annálaður hestamaður.