Ný verslun og ekkert kreppuvæl!

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir


Jóhann Unnar Guðmundsson lætur sér ekki nægja að flytja vörur í uppsveitirnar, eða keyra leigubíl á kvöldin heldur hefur hann ákveðið að opna Byggingarvöruverslun undir merkjum Múrbúðarinnar hér á Flúðum. Ef allt gengur eftir mun verslunin opna í húsnæði Unnars í  að Smiðjustíg 6a. Múrbúðin er þekkt fyrir lágt vöruverð og skemmtilegar auglýsingar á verði og vöruframboði. Það er ánægjulegt þegar framtakssamir menn taka til hendinni með þessum hætti. Til gamans má geta þess að kona Jóhanns Unnars, Hlíf Sigurðardóttir rekur snyrtistofuna hér á Flúðum. Skoða fréttatilkynningu